Skráning á Landsþing Skátagildanna hafin

 

Það stefnir í skemmtilegt Landsþing Skátagildanna á Íslandi, laugardaginn 13. maí í Hafnarfirði.

 • Þinghaldið verður í Hraunbyrgi, skátamiðstöð Hraunbúa v/Víðistaðatún, Hjallabraut 51
 • Skemmti- og skoðunarferð verður farin að Skátalundi, gildisskátaskálanum við Hvaleyrarvatn
 • Kvöldskemmtun/hátíðarkvöldverður verður í Kænunni við smábátahöfnina í Hafnarfirði

Skráning er hafin og þarf að skrá þátttakendur í síðasta lagi sunnudaginn 7. maí.

Skráning er rafræn. Til að skrá þátttakendur, smelltu hér.

Greiða þarf staðfestingargjald við skráningu, kr. 2.000,-

Heildargreiðslu að frádregnu staðfestingargjaldi skal greiða í síðasta lagi, daginn fyrir þing.

Greiða skal inn á bankareikning 0140-26-5836, kennitala: 680482-0399. Senda þarf staðfestingu úr netbanka á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 • Þinggjald: kr. 3.500,- Innifalin hádegishressing og kaffi.
 • Skemmti- og fræðsluferð: kr. 1.500,- Hressing innifalin og rúta
 • Kvöldskemmtun og matur: kr. 6.500,-
 

Dagskrá

 • 09.15   Þinggögn afhent. Morgunhressing.
 • 10.00   Þingsetning og dagskrá skv. samþykktum Skátagildanna á Íslandi.
 • 12.00   Léttur hádegisverður
 • 12.45   Framhald þingstarfa
 • 14.30   Þingslit
 • 15.00   Skemmti- og skoðunarferð, 1,5-2 tímar.
 • 19.30   Kvöldskemmtun/hátíðarkvöldverður á Kænunni

 

 • Gildin eru hvött til að taka með fána sinn á fæti til að hafa á þingstað og á kvöldskemmtun.
 • Hvert gildi er hvatt til að koma með skemmtiatriði á kvöldskemmtunina
Við hlökkum mikið til að sjá sem flesta. Gestir velkomnir.

 

 

Skátagildið Skýjaborgir var stofnað í kvöld

Það var merkur áfangi í skátastarfi í Hafnarfirði í kvöld þegar rúmlega 30 manns komu saman í Hraunbyrgi til að stofna nýtt skátagildi. Tæplega helmingur voru félagar úr St. Georgsgildinu í Hafnarfirði sem vildi sýna samstöðu sína og stuðning við hið nýja gildi. Mikill áhugi hefur verið fyrir stofnun gildisins og fjölmargir sem ekki komust í kvöld hafa tilkynnt þátttöku sína.
 
Fyrsti gildismeistari var kjörin Harpa Hrönn Grétarsdóttir flugumferðarstjóri. Aðrir í stjórn eru: Andri Már Johnsen varagildismeistari, Guðrún Stefánsdóttir ritari, Ragnheiður Guðjónsdóttir gjaldkeri og Sigmar Örn Arnarson meðstjórnandi. 
Þeir sem skrá sig í gildið fram á næsta félagsfund verða skráðir stofnfélagar gildisins.
Guðni Gíslason, gildismeistari í St. Georgsgildisins í Hafnarfirði, sem hafði unnið að undirbúningi að stofnun gildisins, færði félögum í hinu nýja gildi árnaðaróskir frá St. Georgsgildinu í Hafnarfirði, fundargerðabók og bauð þeim afnot að Skátalundi endurgjaldslaust undir félagsfundi.

 

Kakó og rjómi á stofnfundi nýs gildis 13. febrúar

Guðni GíslasonHarpa Hrönn GrétarsdóttirNýtt skátagildi verður stofnað í Hafnarfirði fimmtudaginn 13. febrúar nk. Undirbúningur að stofnuninni hefur verið nokkuð langur en nú er komið að stofnfundinum. Guðni Gíslason hefur borið hitann og þungann af undirbúningnum hingað til en nú hefur Harpa Hrönn Grétarsdóttir tekið við keflinu og verið er að mynda undirbúningsstjórn til að stýra stofnfundinum.

 

Fjölmargir hafa skráð sig á lista og lýst sig áhugasama og er vonast eftir fjölmennum fundi.

Stefnt er síðan að stofnun regnhlífarsamtaka skátagilda í Hafnarfirði en undir það yrði skálinn og landið við Hvaleyrarvatn sett. 

St. Georgsgildið í Hafnarfirði verður að sjálfsögðu áfram starfandi en sjö nýir félagar bættust við í vetur og stefnt er að enn meiri félagafjölgun.

Skátarnir í Hafnarfirði munu því mynda sterka heild með öflugum einingum, skátagilda og skátafélags.

Fundurinn verður í Hraunbyrgi kl. 20 fimmtudaginn 13. febrúar og verður boðið upp á heitt kakó og rjóma.

 

Afmælisfagnaður í Hraunbyrgi

 

St. Georgsgildið í Hafnarfirði býður til veislu í Hraunbyrgi á sunnudaginn kl. 15-17 í tilefni af 50 ára afmæli félagsins.

Minjanefnd gildisins og Hraunbúa hafa fundið til muni úr eldriskátastarfi og sýnir það í Hraunbyrgi auk þess sem gestum er boðið í minjasafnið. Myndir hafa verið skannaðar og verða til sýnis á afmælishátíðinni og þar gætir margra grasa. 

Fram verða bornar glæsilegar afmæliskökur ásamt heimabökuðum kleinum, heimabökuðu rúgbrauði með heimagerðri kæfu, flatkökum með hangikjöti og auðvitað úrvalskaffi, te og gosi.

Markmiðið er að eldri skátar hittist og njóti saman ánægjulegrar stundar. Allir eldri skátar og velunnarar eru velkomnir.

Skátastarf fullorðinna

Í upphafi var skátastarf aðeins ætlað börnum, og í raun í fyrstu aðeins strákum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeirri rúmu öld sem liðin er og skátahreyfingin er í dag stærsta frjálsa æskulýðshreyfing heims. Til viðbótar hinum ungu skátum hafa ávallt verið fullorðnir einstaklingar sem gegnt hafa foringjastörfum og enn aðrir aðstoða við skátastarfið á einhvern hátt. Hinir fullorðnu skátar áttuðu sig fljótt á því að þá má njóta þess að vera skáti alla ævi og hafa myndað með sér samtök, formleg og óformleg auk þess að starfa náið með skátafélaginu á eigin svæði. Þátttaka hinna fullorðinna er gríðarlega mikilvæg skátastarfinu - ekki síst vegna þess að hinir fullorðnu njóta þess að vera með. Svo geta menn orðið skátar á fullorðinsárum!

Continue Reading