Vertu með

Ertu gamall skáti 18 ára eða eldri?

  • Hefur þú tengst skátastarfi á einhvern hátt?
  • Viltu njóta þess að starfa í anda skátahreyfingarinnar og gera gagn?
  • Ef þú svarar einhverju ofangreindu játandi þá gætir þú átt heima í skátagildi.

Á Íslandi eru nú starfandi sjö skátagildi. Gildin mynda samtökin Skátagildin á Íslandi og heimasíða þeirra er www.stgildi.is Auk þess eru nokkrir aðrir hópar eldri skáta, formlegir og óformlegir eins og Skátakórinn, Smiðjuhópurinn, Skógarskátar og fl.

 
 

 

Líflegt starf
- og fjölskyldan öll fær að vera með

Skátasöngvarnir seiða

Söngur er snar þáttur í starfi skáta og það breytist ekki með aldrinum. Skátakórinn er t.d. skipaður eldri skátum og kemur víða fram.

Stuðningur við skátastarf

Flestir gildisskátar hafa sterka tengingu við sitt félag, a.m.k. þeir yngri. Þeir hafa jafnvel hlutverk í skátafélögunum en annars eru alltaf næg verkefni til að vinna. Það að vera virkur eldri skáti og áberandi í starfi er líka eitt sér mikill stuðningur við skátastarfið. 

Fjölbreytt dagskrá

Gildin starfa með misjöfnum hætti en öll bjóða þau upp á fjölbreytta dagskrá. Á dagskrá gildanna má finna gönguferðir, fyrirlestra, sveppatínslu, kvöldvökur, spilakvöld og margt fleira.

READ MORE